Samráðsfundur um skipulagsmál

Árlegur samráðsfundur Skipulagsstofnunar og sveitarfélaga verður haldinn fimmtudaginn 11. og föstudaginn 12. apríl á Hótel Cabin, Borgartúni 32 í Reykjavík. Fundurinn er ætlaður kjörnum fulltrúum og starfs-mönnum sveitarfélaga í skipulagsmálum.

Meðal umræðuefna á fundinum verða:

  • ný skipulagsreglugerð,
  • frumvarp til náttúruverndarlaga
  • landsskipulagsstefna,
  • ný lög um menningarminjar
  • áskoranir í skipulagsmálum á höfuðborgarsvæðinu.

Þá verður kynning á stöðu skipulagsmála Mosfellsbæ og farin kynnisferð um sveitarfélagið

Fundurinn er þátttakendum að kostnaðar-lausu en þeir þurfa að greiða sjálfir fyrir gistingu, kvöldverð á fimmtudegi og hádegisverð á föstudegi. Þátttakendur eru hvattir til að tryggja sér gistingu sem fyrst.

Dagskrá fundarins og skráningu má sjá á vef Skipulagsstofnunar.

AdalskipulagLandspitali
Skipulagsuppdráttur fyrir nýjan landspítala.