Nýir starfsmenn á skrifstofu sambandsins

KlaraKlara Eiríka Finnbogadóttir

Klara hóf störf á skrifstofu sambandsins þann 1. nóvember 2012.

Klara starfar ásamt skólamálafulltrúa sambandsins og skólamálanefnd að margþættum og síbreytilegum verkefnum sem einkum varða leik-, grunn- og tónlistarskóla, og vinna að hagsmunagæslu fyrir hönd sveitarfélaga á þeim sviðum. Þá hefur hún einnig umsjón með endurmenntunarsjóðum kennara og málefnum leikskóla.

Bjarni-Bjarni Ómar Haraldsson

Bjarni Ómar hóf störf á skrifstofu sambandsins þann 1. ágúst 2012.

Bjarni Ómar sinnir ráðgjöf í kjarasamningum kennara til skólastjóra og stjórnenda sveitarfélaga. Einnig tekur hann þátt í kjaraviðræðum og kjarasamningagerð.

Kolbrun
Kolbrún Erna Magnúsdóttir

Kolbrún hóf störf á skrifstofu sambandsins þann 5. mars 2013.

Kolbrún hefur umsjón með skjalamálum og skjalasafni sambandsins og samstarfsstofnana þess. Auk þess aðstoðar hún aðra starfsmenn sambandsins við stofnun mála, vistun þeirra í skjalasafni eða í mála- og skjalakerfi sambandsins og lokar málum þegar þeim er lokið.