Lánasjóður sveitarfélaga ohf – fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnháttum

Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti veitti Lánasjóði sveitarfélaga ohf. viðurkenningu sem Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Í umsögn rannsóknarmiðstöðvarinnar kemur m.a. fram að skýr verkaskipting er milli stjórnar og framkvæmdastjóra og er starfað eftir samþykktum þar um. Þá er nefnt að til fyrirmyndar sé hversu virk stjórn LS er og að hún gefi sér góðan tíma til að fara yfir mikilvæg mál og er óhrædd við að afla gagna ef þurfa þykir.

Úttektina í heild má nálgast á vef lánasjóðsins.

Fyrirmyndarfyrirtaeki