Jákvæð þróun í fjármálum sveitarfélaga


Upplýsingar úr bráðabirgðauppgjöri úr útkomuspá og fjárhagsáætlunum fyrir árið 2012 og niðurstöður úr fjárhagsáætlunum sveitarfélaga fyrir árið 2013 (A-hluti) liggja nú fyrir.

Þegar þessar niðurstöður eru settar í samhengi við niðurstöður ársreikninga frá árunum 2008-2011 fæst ágætt yfirlit um hvert hefur stefnt í fjármálum sveitarfélaga á tímabilinu.

Í grófum dráttum má segja að þróunin hafi í flestum megin atriðum verið í rétta átt þrátt fyrir mikinn samdrátt í tekjum sveitarfélaganna. Hagræðingaraðgerðir sem gripið var til strax og staðan var ljós hafa skilað sér í bættri afkomu sveitarfélaganna.

Fjárfestingar í sögulegu lágmarki

Það sem veldur þó ákveðnum áhyggjum er að fjárfestingar A-hluta sveitarfélaga eru enn í sögulegu lágmarki. Það hefur víðtæk áhrif út í samfélagið og einnig safnast upp ákveðin fjárfestingarþörf sem fer vaxandi með ári hverju. Veltufé frá rekstri sem hlutfall af heildartekjum hefur farið vaxandi áhersla hefur verið lögð á að greiða niður langtímalán sem styrkir fjárhagsstöðu sveitarfélaganna til framtíðar.

Fjárhæðir eru reiknaðar til verðlags ársins 2012 miðað við vísitölu neysluverðs.

Ítarlegri umfjöllun um efnið birtist í fréttabréfum hag- og upplýsingasviðs sambandsins.

1a
Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum.

2a
Veltufé frá rekstri sem hlutfall af tekjum.


3a
Hlutfall afborgana á móti langtímalánum.