Fundargerðir stjórnar sambandsins

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur tekið ákvörðun um að birta með fundargerðum sínum öll gögn sem lögð eru fram á fundum stjórnarinnar á opnum vef sambandsins og ekki falla undir persónuverndar- og höfundarréttarákvæði laga.

Á undanförnum árum hefur orðið mikil þróun víða um heim að opna fyrir aðgang almennings að gagnasöfnum opinberra aðila með aukið lýðræði og gagnsæi að leiðarljósi. Ákvörðun stjórnarinnar er liður í því að auðvelda aðgengi sveitarstjórnarmanna, starfsmanna sveitarfélaga og almennings að þeim mikla fjölda gagna sem lögð eru fram á fundum stjórnar sambandsins. Þessi gögn fjalla um flest þau verkefni sem sveitarfélögin annast. Sveitarstjórnarmenn eiga að því að geta nýtt sér þessi gögn í störfum sínum til hagsbóta fyrir sveitarfélögin og íbúa þeirra.

Um nokkurra ára skeið hafa fundargerðir verið aðgengilegar með fylgiskjölum á lokuðum vef sem sveitarfélögin hafa haft aðgang að með notandanafni og lykilorði. Af þessu hefur verið nokkurt óhagræði – lykilorð hafa gleymst og sveitarstjórnarmenn ekki fengið upplýsingar um þau. Á undanförnum vikum hefur svo verið unnið að því leysa tæknilega þætti þess að birta fylgiskjölin á opnum vef með fyrirtækinu Onesystems á Íslandi þar sem ekki þarf að skrá sig inn með notandanafni og lykilorði. Nokkur vinna er eftir við að gera öll gögn virk með þeim fundargerðum sem eru á netinu.

Fundargerðir stjórnar sambandsins.

fundarg