Fiskur – olía – orka

- hvert á arðurinn að renna?

Fimmtudaginn 14. mars sl. stóðu Samtök orkusveitarfélaga, Samtök sjávarútvegssveitarfélaga og fjármála- og efnahags-ráðuneytið fyrir málþingi á Grand hótel í Reykjavík undir yfirskriftinni: Fiskur – olía – orka: Hvert ár arðurinn að renna?  

Þátttaka á málþinginu var mjög góð en loka þurfti fyrir skráningu degi fyrr en áætlað var vegna mikillar ásóknar. Málþingið var tekið upp og geta allir, sem hafa áhuga, nálgast upptökur frá málþinginu inni á heimasíðu Samtaka orkusveitarfélaga og Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga.


Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem teknar voru á málþinginu.

aIMG_0648
Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, og Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagastrandar.

aIMG_0621
Séð yfir salinn á Grand hótel.

aIMG_0630
Svanfríður Inga Jónasdóttir, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð og formaður Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga.

aIMG_0633
Stefán Bogi Sveinsson, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs og formaður Samtaka orkusveitarfélaga.

aIMG_0666
Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra.