Fundur í Salek hópnum

Salek hópurinn svokallaði, Samstarfsnefnd um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga, fundaði á Grand hóteli í Reykjavík 23. maí sl.

Á fundinum hittust fulltrúar atvinnurekenda og stéttarfélaga til að ræða þörfina  á nýju vinnumarkaðslíkani. Fundurinn var með þjóðfundarsniði með þátttöku um 100 manns.

Steinar Holden, hagfræðiprófessor við Oslóarháskóla og sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum fór yfir hvað gæti falist í nýju vinnumarkaðslíkani fyrir Ísland.

Vonir standa til þess að fundurinn efli umræðu um íslenskan vinnumarkað, bæði varðandi nauðsynleg úrlausnarefni og hugmyndir að úrbótum og skili Holden efnivið til að vinna að vinnumarkaðslíkani.