Nýir starfsmenn sambandsins

Sigurður Ármann Snævarr

Sigurður Ármann Snævarr hefur verið ráðinn sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs sambandsins í stað Gunnlaugs A. Júlíussonar, sem sagði starfi sínu lausu þegar hann var ráðinn sveitarstjóri Borgarbyggðar.

Sigurður Ármann er hagfræðingur að mennt frá háskólanum í Lundi í Svíþjóð og frá London School of Economics á Englandi. Hann var hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun frá 1982 til 2001, þegar hann var ráðinn borgarhagfræðingur hjá Reykjavíkurborg. Síðan var Sigurður efnahagsráðgjafi forsætisráðherra 2010 til 2012 og sinnti ýmsum ráðgjafarverkefnum fram til haustsins 2015, þegar hann réðst til Samkeppniseftirlitsins.

Sigurður Ármann mun hefja störf á skrifstofu sambandsins í júní 2016.

Netfang Sigurðar hjá sambandinu er sigurdur.snaevarr@samband.is.

Örn Þór Halldórsson

Örn Þór Halldórsson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri ferðamála á skrifstofu sambandsins.

Örn Þór er byggingaiðnfræðingur að mennt og M.Sc í arkitektúr frá Kaupmannahöfn. Auk þessa hefur Örn lokið landvarðanámskeiði hjá Umhverfisstofnun og leiðsögunámi hjá EHÍ.

Áður starfaði Örn sem umhverfisstjóri Ferðamálastofu en hann hefur einnig starfað sem  skipulags- og byggingafulltrúi Seltjarnarnesbæjar, við kennslu í Listaháskóla Íslands og á skipulagssviði Reykjavíkurborgar.

Örn hefur hlotið viðurkenningar fyrir störf sín og fengið m.a. fyrstu verðlaun fyrir hugmyndasamkeppni Landmannalauga 2014 og grunnskólann á Ísafirði 2003.

Örn hefur þegar hafið störf á skrifstofu sambandsins. Netfang hans er orn.thor.halldorsson@samband.is.