Íslenska sem annað tungumál

Föstudaginn 20. maí sl. bauð ÍSBRÚ, félag kennara sem kenna íslensku sem annað tungumál, leikskólakennurum og kennurum yngstu bekkja grunnskólans til starfsdags í safnaðarheimili Háteigskirkju. Starfsdagurinn var í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Lestrarteymi Menntamálastofnunnar.

Á starfsdeginum voru flutt erindi og kennarar deildu reynslu sinni og þeim aðferðum sem þeir nota við kennslu íslensku sem annars tungumáls. Meðal frummælenda var Sigríður Ólafsdóttir, en hún fjallaði um þróun orðaforða og lesskilnings íslenskra grunnskólanemenda sem eiga annað móðurmál en íslensku. Í erindi sínu leiðrétti Sigríður m.a. þann misskilning að börn læri tungumál eins og ekkert sé. Þá benti hún á að erlendar rannsóknir sýna fram á að lítill orðaforði tvítyngdra barna sé ein meiginástæða þess að þeim hættir til að dragast aftur úr í lesskilningi og í almennu námi.

Aðrir frummælendur voru Hulda Karen Daníelsdóttir, Ásthildur Bj. Snorradóttir, Renata Egilsson Pesková og Fríða Bjarney Jónsdóttir. Að erindunum loknum voru Spilavinir með kynningar á ýmsum borðspilum sem geta aukið orða-forða nemenda.

Erindi á starfsdeginum voru tekin upp og og eru aðgengileg á vef sambandsins.