Rekstur grunnskóla 2014

Á árinu 2014 nam rekstrarkostnaður grunnskóla 55,6 ma.kr. Það er um 25% af skatttekjum sveitarfélaganna. Launakostnaður í grunnskólum sveitarfélaga nam um 82% af heildarrekstrarkostnaði þeirra. Athygli er vakin á því að innri leiga er ekki meðtalin í þessum tölum. Tekjur fyrir veitta þjónustu í grunnskólunum voru tæpir 5 ma.kr. á árinu þannig að nettókostnaður við rekstur grunnskólanna var 50,6 ma.kr. Í töflu 1. er birt sundurliðað yfirlit um heildarkostnað við rekstur grunnskóla landsins.

Tafla 1. Rekstrarkostnaður grunnskóla 2014

  Heildarrekstrarkostnaður
v grunnskóla
Beinn rekstrarkostnaður
grunnskóla sveitarfélaga
Þjónustutekjur og aðrar tekjur 4.983.133 3.192.188
Tekjur alls 4.983.133 3.192.188
Laun og launatengd gjöld 42.583.652 40.602.684
Annar rekstrarkostnaður 13.028.789 9.040.803
Kostnaður alls (brúttó) 55.612.441 49.643.487
Rekstrarútgjöld (nettó) 50.629308 46.451.299

Skýring: Allar tölur í þús.kr. Innri leiga ekki meðtalin.

Kostnaður vegna innri leigu grunnskóla var 13,4 ma.kr. árið 2014. Samanlagt er því heildarkostnaður vegna grunnskóla árið 2014 64 ma.kr. Inn í þeirri tölu er einnig talinn með kostnaður vegna sjálfstætt starfandi skóla og frístundaheimila.

Tafla 2. Yfirlit yfir stöðugildi og rekstrarútgjöld 2012 - 2014

 

Fjöldi

nemenda

Fjöldi stöðu-

gilda alls

Nettó rekstrar-

kostnaður- innri leiga

2012 42.320 6.551,0 49.051.460
2013 42.734 6.584,0 50.105.856
2014 43.136 6.831,4 50.629.308
Breyting  2012 - 2014 816 280,4 1.577.848
% breyting  2012 - 2014 2% 4% 3%

Skýring: Rekstrartölur í þús. kr. og staðvirtar á verðlagi ársins 2014.

Í töflu 2 kemur fram yfirlit um þróunina í fjölda nemenda og stöðugilda sið skólana.

Sé litið til þróunar frá 2012 má sjá að nemendum hefur fjölgað lítillega eða um 2%, stöðugildum alls hefur fjölgað um 4% eða 280 og rekstrarkostnaður aukist að raungildi um 1,6 ma.kr. eða 3%.

Tafla 3. Rekstrarkostnaður á hvern nemanda eftir stærð skóla

Stærð skóla fjöldi nemenda Fj. Stöðugilda v kennslu Stöðugildi alls Nettó rekstur á nem - innri leiga Launakostnaður á nemanda
0 - 20 124 33 40 2.782 2.141
21 - 50 480 87 130 1.996 1.728
51 - 100 1528 224 331 1.503 1.355
101 - 200 3233 413 653 1.357 1.197
201 - 300 3693 432 681 1.253 1.101
301 - 400 7.719 787 1.176 1.023 930
401 - 500 11.364 1.050 1.539 953 862
501 > 13.630 1.272 1.888 958 841
Allir grsk. svf. 41.788 4.296 6.831,4 1.065 948

Skýring: Rekstrartölur í þús. kr.

Í töflu 3. kemur fram yfirlit um nemendafjölda, fjölda stöðugilda og rekstrarniðurstöður þar sem grunnskólar landsins eru flokkaðir eftir fjölda nemenda. 

Nettó rekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum sveitarfélaga var um 1.065 þús. krónur árið 2014 þegar búið er að draga innri leigu frá. Launakostnaður vegur þar þyngst en hann er tæplega 950 þús. kr. á hvern nemenda. . Tafla 3 sýnir glöggt hve rekstrarkostnaður á nemanda er misjafn eftir stærð grunnskóla.