Börn á flótta – Sköpum frjóa jörð

Samtök félagsmálastjóra á Íslandi efna til málþings um móttöku og þjónustu íslenskra sveitarfélaga við flóttabörn undir yfirskriftinni: „Börn á flótta, sköpum frjóa jörð“. Málþingið verður haldið í Salnum í Kópavogi föstudaginn 6. nóvember nk. frá kl. 09:00-12:00.

Meðal frummælenda á fundinum er Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar og Unnur V. Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar.

Þátttökugjald er 6.500 krónur og er tekið á móti skráningu á málþingið í gegnum netfangið snorri@seltjarnarnes.is.