Drög að reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga til umsagnar

Reikningsskila- og upplýsinganefnd hefur unnið drög að endurskoðaðri reglugerð um  bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga. Reglugerðardrögin eru nú til kynningar og er unnt að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 30. október. Skulu þær berast á netfangið postur@irr.is .

Reikningsskila- og upplýsinganefnd skal sam-kvæmt 1. mgr. 75. gr. sveitarstjórnarlaga nr.

138/2011 gera tillögu að reglugerð um bókhald sveitarfélaga, þar á meðal samræmdan upplýsingalykil, vinnslu, meðferð, form og efni fjárhagsáætlana og vinnslu, meðferð, form og innihald ársreiknings og meðferð á skýrslum endurskoðanda um hann. Núgildandi reglugerð er frá árinu 2000, nr. 944/2000 með síðari breytingum.

Í drögunum sem nú eru til kynningar hefur meðal annars verið tekið tillit til þeirra breytinga sem ný sveitarstjórnarlög höfðu í för með sér en þau tóku gildi 1. janúar 2012. Við vinnu nefndarinnar var haft samráð við Samband íslenskra sveitarfélaga, ráðgjafa tveggja fjármálastjóra sveitarfélaga og leitað óháðrar ráðgjafar frá sérfræðingum á sviði reikningsskila. Er lagt til að hin endurskoðaða reglugerð taki gildi 1. janúar 2016.

Nánar á vef innanríkisráðuneytisins.