Ályktanir landshlutasamtaka um almenningssamgöngur

Í niðurtöðum aðalfunda landshlutasamtaka er víða að finna ályktanir um almenningssam-göngur. Í ályktununum er lögð áhersla á mikilvægi góðra almenningssamgangna til að jafna búsetuskilyrði og því verði að tryggja rekstrargrundvöll þeirra.

Landshlutasamtökin leggja áherslu á að einkarétt-ur landshlutasamtakanna til að starfrækja almennings-samgöngur á tilteknum leiðum verði tryggður með lagasetningu og að skýr greinarmunur verði gerður á almenningssamgöngum og farþegaflutningum í atvinnuskyni. Þá er í ályktunum lögð áhersla á að ríkið tryggi að landshlutasamtökunum verði gert kleyft að standa undir almenningssamgöngum, m.a. með því að tryggja að þær verði ekki sakattlagðar og að grunnframlag og þróunarstyrkur til verkefnisins verði hækkað.