Vínarsáttmálinn

Vínarsáttmálinn er afrakstur skipulagðrar samræðu íbúa Vínarborgar um grundvallarsamskiptareglur í borginni. 325 frjáls félagasamtök, trúarhópar, stéttarfélög og fyrirtæki tóku þátt í verkefninu. Það er grundvallaratriði að sáttmálinn snýst ekki um það sem borgin eigi að gera heldur hvað borgarbúar vilja gera til að skapa góð tengsl á milli íbúa borgarinnar. Lögð var áhersla á að umræðan snérist ekki um innflytjendur, heldur um alla borgarbúa og hvernig þeir geti búið saman í borginni í sátt og samlyndi. Grundvallarmannréttindi eins og jafna stöðu kvenna og karla mátti ekki draga í efa í umræðunni. Netið var notað til að safna hugmyndum, haft var samband við fólk úti á götu og fundir og viðburðir skipulagðir til ræða málin. Leitast var við að leiða saman hópa sem tala venjulega ekki saman. Verkefnið hefur hlotið evrópsk stjórnsýsluverðlaun. Sjánar nánar www.charta.wien.at