Minni sóun – meiri hagkvæmniÞann 19. mars sl. stóð Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir ráðstefnu um meðhöndlun úrgangs undir yfirskriftinni „Minni sóun – meiri hagkvæmni“. Kynntar voru m.a. mismunandi aðferðir sveitarfélaga við söfnun og aðra meðhöndlun úrgangs og gestur frá Svíþjóð kynnti það sem er á döfinni varðandi úrgangsmál í Evrópu. Í lok ráðstefnunnar voru umræður meðal fundarmann aum hagkvæmni meðhöndlunar úrgangs og aðkomu mismunandi úrgangshafa að meðhöndlun úrgangs. Dagskrá ráðstefnunnar og erindi má finna á vef sambandsins.

Lífrænn úrgangur, bætt nýting, minni sóun

Þann 20. mars var haldið málþing í höfuðstöðvum landgræðslunnar á Gunnarsholti undir yfirskriftinni „Lífrænn úrgangur, bætt nýting, minni sóun“. Endurvinnsla og endurnýting lífræns úrgangs verður á næstu árum ein mesta áskorun, ekki síst fyrir sveitarfélög. Þennan úrgang má nýta í framleiðslu orkugjafa og áburðarefna. Málþingið var tekið upp og má sjá dagskrána og upptökuna á heimasíðu landgræðslunnar.