Um orlof húsmæðra

Framlag til orlofsnefnda

Samkvæmt upplýsingum frá Velferðarráðu-neytinu skal framlag sveitarfélaga til orlofs-nefnda á hverju svæði vera 104,15 krónur fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins. Framlag þetta skal greiða orlofsnefnd viðkomandi orlofssvæðis fyrir 15. maí nk.  sbr. 5. gr. laga nr. 53/1972.

Frumvarp um afnám laga um húsmæðraorlof

Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra. Í greinargerð með frumvarpinu segir m.a.:

Lögin voru sett á þeim tíma þegar barnauppeldi og heimilishald var að mestu í höndum kvenna og stór hluti þeirra starfaði einungis á heimilum án þess að til kæmu launagreiðslur. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og margt áunnist í jafnréttisbaráttu, barnauppeldi er nú sameiginlega á ábyrgða beggja foreldra, konur eru virkari þátttakendur á vinnumarkaði en áður var og mynda meiri hluta þeirra nemenda sem stunda nám við háskóla landsins.