Minni sóun meiri hagkvæmni

Fimmtudaginn 19. mars 2015 efnir Samband íslenskra sveitarfélaga til málþings um  stöðu úrgangsmála, undir heitinu „Minni sóun, meiri hagkvæmni“. Málþingið fer fram á Hótel Nordica í Reykjavík og hefst kl. 09:30. Málþingið verður tvískipt, fyrri hlutinn stendur til kl. 14:15 og er öllum opinn en seinni hlutinn er einungis ætlaður kjörnum sveitarstjórnarmönnum og starfsfólki sveitarfélaga.

Sérstakur gestur á málþingsins verður Weine Wiquist, framkvæmdastjóri Avfall Sverige og formaður stjórnar Municipal Waste Europe, samtaka fyrirtækja á vegum sveitarfélaga í Evrópu sem sinna úrgangsmeðhöndlun. Fundarstjóri verður Bjarni Torfi Álfþórsson, stjórnarformaður Sorpu bs. og bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi.

Þátttökugjald er 7.000 krónur, innifalið er léttur hádegisverður (súpa og brauð) og kaffi og með því eftir hádegisverð.