Málefni fatlaðs fólks innan samþættrar nærþjónustu sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga hélt, í samvinnu við Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, umræðu- og upplýsingafund um málefni fatlaðs fólks undir yfirskriftinni:

Málefni fatlaðs fólks innan samþættrar nærþjónustu sveitarfélaga.

Fundurinn var haldinn fimmtudaginn 19. febrúar 2015 kl. 13:15 - 16:40 í Gullteigi á Grand hóteli í Reykjavík. Meðal frummælenda á fundinum var Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra.

Markmið fundarins var m.a. að fara yfir stöðu mála á því tímamarki þegar málefni fatlaðs fólks eru að festa sig í sessi sem hluti af samþættri nærþjónustu sveitarfélaga. Að ræða áskoranir í þróun þjónustunnar og að kynna lausnir á helstu faglegum málum sem unnið hefur verið að samhliða endurmati á yfirfærslunni, m.a. um atvinnumálin og um húsnæðisúrræði og tengda þjónustu