Starfsmaður frá GERT á skrifstofu sambandsins

Síðastliðinn  þriðjudag, 10. mars, kom  til starfa á skrifstofu sambandsins Þorvarður Kjerúlf Sigurjónsson, en hann er verkefnisstjóri GERT verkefnisins sem er samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka iðnaðarins. Markmið þess er að efla áhuga nemenda á raunvísindum og tækni og virkja atvinnulíf og skóla í því skyni.

Stýrihóp verkefnisins mynda Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI, Ásta Magnúsdóttir, ráðuneytisstjóri menntamálaráðuneytisins, og Karl Björnsson framkvæmdastjóri sambandins.  Svandís Ingimundardóttir er fulltrúi sambandsins í verkefnisstjórn.

Þorvarður er í MBA námi og sinnir starfi verkefnisstjóra (starfsnemastaða) í 50% stöðu samhliða. Hann hefur haft vinnuaðstöðu hjá SI, er nú hjá menntamálaráðuneytinu, en  verður í næstu 2 mánuði á skrifstofu sambandsins, 2-3 daga í viku eftir atvikum.