Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2015

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica dagana 24. og 25. september n.k. Hún verður haldin heldur fyrr en seinustu ár. Fjármálaráðstefnan er fjölmennasta ráðstefna sveitarfélaganna ár hvert en hana sækja að jafnaði nálægt 400 manns.

Á ráðstefnunni er fjallað um fjölmörg efni sem tengjast fjármálum sveitarfélaganna á einn og annan hátt.

Nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar verða birtar þegar nær dregur.

Þar sem reynslan hefur sýnt að hótelrými getur verið takmarkað þá er rétt að benda áhugasömum á að hafa góðan fyrirvara á að tryggja sér hótelherbergi.

Fjarmala