Auglýst eftir umsóknum um styrki á sviði velferðartækni

Velferðarráðuneytið hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til nýsköpunarverkefna á sviði velferðarþjónustu sveitarfélaga. Styrkveitingarnar eru liður í stefnumótun á sviði nýsköpunar og tækni í velferðarþjónustu sem unnin er að frumkvæði félags- og húsnæðismálaráðherra. Styrkirnir tengjast einnig framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fatlaðs fólks.

Styrkveitingum er ætlað að efla nýsköpun og frumkvöðlahugsun þar sem leitað er nýrra leiða til að auka lífsgæði notenda velferðarþjónustunnar í nútíð og framtíð. Tekið verður við umsóknum frá sveitarfélögum og stofnunum þeirra, sem og  öðrum aðilum sem annast velferðarþjónustu sveitarfélaga.

Ráðuneytið telur æskilegt er samvinna sé um þau verkefni sem óskað er eftir styrkveitingu vegna, t.d. að aðilar komi frá ólíkum stöðum á landinu. Jafnframt er talið kostur að í verkefnunum sé gert ráð fyrir að leitað verði samstarfs við  háskóla og atvinnufyrirtæki á almennum og opinberum markaði.

Þá hefur ráðuneytið einnig auglýst eftir umsóknum um styrki frá meistaranemum og doktorsnemum til þess að vinna að verkefnum á sviði nýsköpunar á vettvangi velferðarþjónustu sveitarfélaga.

Umsóknarfrestur um báðar tegundir styrkja er til 30. desember n.k. Sjá nánar í tveimur fréttatilkynningum ráðuneytisins: