Tónlistarmyndbandakeppni leikskólanna

Ákveðið hefur verið að efna til tónlistar-myndbandakeppni á Degi leikskólans. Markmið keppninnar er að varpa ljósi á mikilvægi náms og starfs í leikskólum. Efnisval er frjálst en myndböndin mega ekki vera lengri en þrjár mínútur.

Er starfsfólk leikskóla hvatt til að virkja sköpunarkraftinn með nemendum og taka þátt í þessari skemmtilegu keppni.

Veitt verða þrenn verðlaun þ.e. fyrir besta myndbandið, frumlegasta myndbandið og skemmtilegasta myndbandið. Dómnefnd verður skipuð valinkunnum listamönnum þeim Snæbirni Ragnarssyni (Bibba í Skálmöld), Sögu Garðarsdóttur leikkonu og Sölku Sól Eyfeld tónlistarkonu.

Skilafrestur á tónlistarmyndböndum er 15. janúar 2016. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Kennarasambands Íslands .