Svæðanefnd ESB áréttar mikilvægi þátttöku sveitarstjórnarstigsins í undirbúningi Serbíu fyrir aðild að ESB

 

Í tilefni af því að aðildarviðræður eru að hefjast á milli Serbíu og ESB áréttaði hinn finnski forseti Svæðanefndar ESB, Markku Markkula, mikilvægi þess að samráð sé haft við leiðtoga sveitarfélaga í Serbíu frá upphafi viðræðna.  Hann lýsti yfir stuðningi við grundvallarforsendur framkvæmdastjórnar ESB fyrir aðildarviðræðum, sem eru bætt samskipti við Kosovo, aðgerðir gegn spillingu og umbætur á lögreglu- og dómsmálum.  Hann taldi hins vegar ástæðu til að hafa áhyggjur af því að sveitarfélög séu ekki nægilega vel með í ráðum. Þau komi til með að framkvæma 70% af Evrópulöggjöfinni og því þurfi að huga að þekkingaruppbyggingu meðal stjórnenda og starfsmanna sveitarfélaga og skoða áhrif aðildar á sveitarfélög og borgir í Serbíu.