Dagur leikskólans 2016


Dagur leikskólans verður haldinn hátíðlegur í níunda sinn þann 5. febrúar 2016 eða daginn fyrir hinn raunverulega Dag leikskólans sem er 6. febrúar og ber nú upp á laugardag. Samstarfsaðilar um Dag leikskólans eru Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla, Samband íslenskra sveitarfélaga, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Heimili og skóli – landssamtök foreldra.

Allir sem koma að málefnum leikskólans á einn eða annan hátt, eru hvattir til að halda Degi leikskólans á lofti og fylgjast vel með starfsemi leikskólanna þennan dag. Auk þess sem leikskólar um allt land gera starf sitt sýnilegt opinberlega hafa samstarfsaðilar ákveðið að halda daginn hátíðlegan með tvennum hætti.