Samráðsfundur vegna barna í vanda í skólakerfinu

Þann 25. nóvember sl. boðaði sambandið til samráðsfundar aðila sem stóðu að áskorun vegna barna í skólakerfinu sem glíma við alvarlegan vanda. Á fundinum var samþykkt áskorun, sem send var til alþingismanna, borgarfulltrúa í Reykjavík og fjölmiðla auk sambandsins.

Inntak áskorunarinnar lýtur að því úrræðaleysi sem mætir foreldrum og börnum þegar kemur að þjónustu og stuðningi, innan heilbrigðis- og menntakerfisins, við þau börn sem glíma við hegðunar- og tilfinningavanda, kvíða og önnur geðræn vandamál, vímuefnavanda, þroskahömlun og málhömlun.

Sambandið gerir ráð fyrir því að koma með einhverjum hætti að málþingi sem hagsmunahópurinn hyggst standa fyrir á vormánuðum auk þess sem kallað verður til annars fundar um mitt næsta ár.