Nýtt byggðarmerki Svalbarðsstrandarhrepps

Á dögunum tók Svalbarðsstrandarhreppur upp nýtt byggðarmerki. Merkið hannaði Magne Kvam en í skýringum með merkinu segir eftirfarandi:

Táknmyndin er vitinn á Svalbarðseyri og þegar horft er á hann og út fjörðinn er Kaldbakur í bakgrunni. Liturinn er skírskotun í fallega sólsetrið á sumrin og að sveitarfélagið er í raun ein löng strandlengja.