Undirbúningur kjaraviðræðna

Kjarasvið sambandsins hefur hafið formlegan undirbúning kjaraviðræðna ársins 2014, sem felst m.a. í eftirfarandi:

  • Ríkissáttasemjari stóð fyrir sameiginlegum fundum aðila vinnumarkaðarins þann 5. og 12. nóvember 2012. Tilgangur fundanna var að hefja sameiginlega vinnu aðila vinnumarkaðarins við að leita leiða til að bæta almennt undirbúning og vinnu við gerð kjarasamninga. Kjarasvið sambandsins tekur virkan þátt í þessari vinnu.
  • Í síðustu viku áttu fulltrúar úr samninganefnd sveitarfélaga fundi með nokkrum skólastjórnendum á Höfuðborgarsvæðinu til undirbúnings áframhaldandi viðræðna við grunnskólakennara.
  • Kjarasviðið vinnur að undirbúningi samráðsfunda með sveitarstjórnarmönnum og embættismönnum sveitarfélaga, sem haldnir verða víða um land í apríl og maí.

moppur