Skóli margbreytileikans og stoðkerfi skóla

- Málþing haldið 5. mars 2013

Mennta- og menningarmálaráðuneytið stendur fyrir heilsdags málþingi á 5. mars með þátttöku margra hagsmunaaðila. Sjónum verður beint að skólagöngu nemenda með sérþarfir og umræðu um stefnu um skóla án aðgreiningar sem fylgt hefur verið hér á landi mörg undanfarin ár. Stefnan er m.a. lögfest í lögum um leik- og grunnskóla og útfærð í reglugerðum og aðalnámskrám. Með málþinginu er ætlunin að fara yfir framkvæmd stefnunnar, innleiðingu reglugerða og ræða um helstu álitamál, áskoranir og tækifæri, m.a. um sérfræðiþjónustu og stoðkerfi skóla.

Málþingið er opið öllum meðan húsrúm leyfir, aðgangseyrir 3.500 kr.

Congress Reykjavík heldur utan um skráningu frá þriðjudegi 26. febrúar til hádegis 4. mars.

Gestir athugið að greiða þarf þátttökugjaldið við skráningu á netinu með kredit korti.