Ráðherra í starfsþjálfun

Sveitarfélagið í Bornholm í Danmörku hefur í mánuðinum haft ráðherra félagsmála í starfsþjálfun. Tilgangurinn er að Karen Hækkerup, félagsmálaráðherra, kynnist starfsemi sveitarfélagsins.

Að sögn borgarstjórans í Bornholm, Winni Grosbøll, er það mat beggja aðila að starfskynning ráðherrans hafi verið gagnleg. „Markmiðið með heimsókninni var að sýna ráðherranum hvaða starfsemi fer fram innan sveitarfélagsins og hvaða áhrif allskyns lagasetningar og reglugerðir geta haft áhrif á okkar verkefni. Á sama tíma áttum við þess kost að bera upp við ráðherrann spurningar sem við hefðum sjálfsagt aldrei annars borið upp og ráðherrann fór heim með áhersluatriði okkar í farteskinu.“

Fréttin á vef KL.