Handbók um ADHD og farsæla skólagöngu

Að frumkvæði Samráðshóps um aðgerðaáætlun í þágu barna og ungmenna sem starfaði á árunum 2009 til 2011  var gefin út handbók um ADHD og farsæla skólagöngu. Samráðshópurinn starfaði á vegum velferaðrráðuneytisins í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið, fjármálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga. Tvö fyrstnefndu ráðuneytin standa straum af kostnaði við verkið.
Í handbókinni er leitast við að dýpka skilning þeirra sem starfa með nemendum með ADHD, einkum á grunnskólastigi, og bent á leiðir til að mæta þörfum nemenda.

Bókinni er dreift endurgjaldslaust til allra grunnskóla auk þess sem leikskólar geta óskað eftir að fá hana hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í gegnum netfangið sigridur@samband.is. Hana má jafnframt nálgast hjá Námsgagnastofnun, auk þess sem hún er aðgengileg sem flettibók á vef Námsgagnastofnunar www.nams.is