Framtíðarþing um farsæla öldrun

Fimmtudaginn 7. mars kl. 16.30-20.30 verður haldið Framtíðarþing um farsæla öldrun sem er samvinnuverkefni nokkurra aðila sem áhuga hafa á málefnum aldraðra. Þingið verður haldið í Tjarnarsal í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Fundarfyrirkomulagið byggir á sömu hugmyndafræði og notuð var á Þjóðfundi árin 2009 og 2010. Unnið verður á 8-9 manna borðum og á hverju borði verður borðstjóri. Hóparnir verða blandaðir, þannig að á hverju borði séu þátttakendur í mismunandi aldurshópum auk starfsfólks sem tengist öldrunarmálum.

Markmiðið með þinginu er að skapa vettvang fyrir þá sem koma að öldrunarmálum á Íslandi og koma af stað heilbrigðri og skynsamlegri umræðu um þessa kynslóð. Einnig að skapa leiðbeiningar til stjórnvalda hvernig eldri borgarar líta mál sín til framtíðar.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt þá vinsamlegast sendu tölvupóst á framtidarthing@gmail.com eða hringdu í síma 693 9508. Taka þarf fram nafn, kennitölu, símanúmer og netfang.  

Að Framtíðarþingi um farsæla öldrun 2013 standa: Öldrunarráð Íslands, Landsamband eldri borgara, Öldrunarfræðafélag Íslands, Velferðarráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg, Fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga, Félag sjúkraþjálfara í öldrunarþjónustu og Iðjuþjálfafélag Íslands.

Happy-Old-People