Úthlutun námsleyfa eftir landshlutum

Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2014-2015 er lokið. Alls bárust Námsleyfasjóði 162 fullgildar umsóknir. Fjármagn til úthlutunar leyfði að veitt væru 32 námsleyfi. Aðeins var hægt að verða við um 20% þeirra beiðna sem fyrir lágu og því ljóst að ýmsum fullgildum og áhugaverðum umsóknum varð að hafna.

Eins og fram kom í auglýsingu 5. gr. reglna um Námsleyfasjóð var ákveðið að allt að 1/3 hluta leyfa yrði úthlutað sérstaklega vegna náms sem tengist kennaranum/stjórnandanum sem leiðtoga í lærdómssamfélagi annars vegar og mati á námi með hliðsjón af nýrri aðalnámskrá grunnskóla hins vegar. Var 11 leyfum úthlutað til slíkra verkefna. Þeim 21 námsleyfum, sem eftir voru, var skipt á milli landshluta með hliðsjón af fjölda starfandi kennara og stjórnenda eftir landshlutum.

Namsleyfi