Kynning á starfsmönnum sambandsins

Sigridur

Sigríður Inga Sturludóttir

Sigríður hóf störf á rekstrar- og útgáfusviði 1. febrúar 1996.

Sigríður sinnir símsvörun og símhringingum fyrir sambandið og samstarfsstofnanir þess, annast ýmis tilfallandi ritarastörf, sér um fundarbókanir í fundarherbergi og sinnir innkaupum og frágangi í eldhúsi.Jóhannes Á Jóhannesson

Jóhannes hóf störf á hag- og upplýsingasviði 16. september 1996.

Jóhannes annast söfnun og úrvinnslu ýmissa hagrænna upplýsinga er varða sveitarfélögin. Upplýsingagjöf, ráðgjöf og útgáfu ýmissa rita. Tilfallandi rannsóknarstörf um málefni sveitarfélaga. Samskipti við opinberar stofnanir sem tengjast sveitarfélögunum.

Johannes
Gunnlaugur

Gunnlaugur A. Júlíusson

Gunnlaugur hóf störf á hag- og upplýsingasviði 1. ágúst 1999.

Gunnlaugur ber ábyrgð á og stýrir verkefnum sem lúta að upplýsingaöflun, úrvinnslu, miðlun og útgáfu á rekstrar-, efnahags- og hagrænum upplýsingum úr starfsemi sveitarfélaganna. Sinnir margvíslegri hagsmunagæslu fyrir sveitarfélögin og tekur þátt í samstarfi ríkis og sveitarfélaga á sviði efnahagsmála og reikningsskila sveitarfélaga.