Undirbúningur kjaraviðræðna 2014

Þessa dagana er unnið að gerð viðræðuáætlana við þau stéttarfélög háskólamanna sem eru með lausa kjarasamninga við Samband íslenskra sveitarfélaga í lok janúar 2014. Um er að ræða 23 stéttarfélög, sem flest eru innan KÍ og BHM. Formlegar kjaraviðræður hefjast í byrjun desember.