Endurútgefnar leiðbeiningar um ritun fundargerða

PPP_PRD_024_3D_people-Team_MeetingInnanríkisráðuneytið hefur endurútgefið leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna. Markmið leiðbeininganna er að veita leiðsögn um ritun fundargerða sveitarstjórna, m.a. um hvað þar er skylt að bóka, um staðfestingu þeirra þegar að loknum fundi og skráningu og meðferð rafrænna fundargerða, sbr. 2. mgr. 19. gr sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Leiðbeiningarnar má finna á vef innanríkisráðuneytisins.