Málþing um gróðurelda

1Fimmtudaginn 17. janúar efndi sambandið til málþings um gróðurelda í samstarfi við Félag slökkviliðsstjóra og Mannvirkjastofnun. Markmið málþingsins var að kalla ríki, sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila saman til umræðu um þá vá sem felst í gróðureldum. Tæplega 90 manns sóttu málþingið sem fór fram í Hjálmakletti í Borgarbyggð. Á þinginu voru flutt fjölmörg áhugaverð erindi þar sem m.a. var rætt um reynslu slökkviliða af gróðureldum og hvaða úrbóta er þörf á þeim vettvangi.  Þá ræddu skógarbændur og sveitarstjórnarmenn um sína reynslu en einnig var rætt um núverandi lagaumgjörð og hvaða aðgerða er þörf til að styrkja hana, s.s. með boðum og bönnum. Einnig var rætt um forvarnir gegn gróðureldum og hvað er til ráða í þeim efnum.

Öll erindi málþingsins voru tekin upp og eru þau aðgengileg á vef sambandsins.

4

3

2