Sveitarstjórnarkosningar 2018
Framboð í öllum sveitarfélögum

Íslandskortið veitir aðgang að upplýsingum um framboð og sveitarfélög. Veldu fyrst landshluta og smelltu síðan á heiti sveitarfélagsins sem þig langar að skoða á valstikunni hægra megin.

Algengast reglan er sú að tveir eða fleiri listar eru í framboði til sveitarstjórnar. Í sumum tilvikum bjóða hefðbundnu stjórnmálaflokkarnir fram og í öðrum tilvikum er um samstarf þvert á flokka eða óflokksbundin framboð. Í sumum tilvikum hafa engin framboð komið fram og fer þá fram óbundin kosning í viðkomandi sveitarstjórn, þ.e. persónukjör.

Almennt um sveitarstjórnarkosningar

Ákvæði um kosningar til sveitarstjórna er að finna í lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998. Í lögunum er m.a. fjallað um kjördag, kosningarétt og kjörgengi, kjörskrár, kjördeildir og kjörstjórnir, framboð og umboðsmenn, atkvæðagreiðslur utan kjörfundar og á kjörfundi, atkvæðatalningu og kosningaúrslit, óleyfilegan kosningaáróður og kosningaspjöll o.fl.

Dómsmálaráðuneytið fer með framkvæmd sveitarstjórnarkosninga. Ráðuneytið heldur úti sérstökum kosningavef www.kosning.is þar sem finna má margvíslegar upplýsingar um sveitarstjórnarkosningar, undirbúning og framkvæmd þeirra, ásamt upplýsingum um aðrar kosningar og þjóðaratkvæðagreiðslur.

Má ég kjósa og hvar?

Kjörskrá segir til um hverjir mega kjósa og á hvaða kjörstað. Til að vera viss um hvar kjörstaður manns er staðsettur, þá er bráðsniðugt að fletta sjálfum sér upp í kjörskránni.

Einnig ef þú hefur verið búsett/ur erlendis eða ert nýfutt(ur) í núverandi sveitarfélag. Kjörskráin miðast við lögheimilisskráningu fyrir 5. maí sl. Mundu að taka með skilríki (með mynd - vegabréf eða ökuskírteini) á kjörstað.

Sveitarstjórnarkosningar 2018 - leiðbeiningar um atvæðagreiðslu utan kjörfundar

Sveitarstjórn, bæjarstjórn eða borgarstjórn

Fjöldi kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn ræðst að þeim fjölda íbúa sem hafa lögheimili í sveitarfélaginu. Það er því misjafnt hvort 5, 7, 9 eða 11 fulltrúar eigi sæti í sveitarstjórn, nema í Reykjavíkurborg en þar verður kosið um 23 borgarfulltrúa. 

Sveitarstjórn er samheiti fyrir æðstu stjórn sveitarfélags. Oft er þó einnig talað um bæjarstjórn eða hreppsnefnd, allt eftir því hvað samþykktir sveitarfélagsins kveða á um.

Reykjavíkurborg er eina sveitarfélag landsins sem telst til borgar, með liðlega 125 þúsund íbúa og kjósa Reykvíkingar því til borgarstjórnar.

Local government elections

Foreign nationals are entitled to vote in local government elections in Iceland after certain periods of residence in the country as follows:

  • Nordic nationals: After three consecutive years' legal residence. For the elections on 26 May 2018, this will mean that they must have been resident since before 26 May 2015.
  • Other foreign nationals: After five consecutive years' legal residence. For the elections on 26 May 2018, this will mean that they must have been resident since before 26 May 2013.
  • More information in English on the web www.kosning.is

Ýmsar gagnlegar upplýsingar vegna sveitarstjórnarkosninganna 26. maí 2018