Menningarlandið 2013

MenningarlandidMennta- og menningarmálaráðuneyti, atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga, og Menningarráð Suðurlands í samstarfi við önnur menningarráð landsbyggðarinnar boðuðu til ráðstefnunnar Menningarlandið 2013 – framkvæmd og framtíð menningarsamninga, á Icelandair Hótel Klaustri dagana 11. og 12. apríl 2013. 

Öll erindi ráðstefnunnar voru tekin upp og má sjá þau á tenglunum hér að neðan.

Fimmtudagur 11. apríl

12:30 Léttur hádegisverður
13:30 Blásið til leiks
Jóhann Stefánsson trompetleikari á Selfossi leikur stef úr Þorlákstíðum
13:35 Setningarávarp
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra
13:50 Er hætta á ferð? Menningarstefna í menningarlandi

Guðni Tómasson, ráðgjafi ráðherra í menningarmálum

14:10 Löggur eða listamenn – mikilvægi fagþekkingar við úthlutun fjármagns til menningarverkefna
Arnór Benónýsson, formaður Menningarráðs Eyþings
14:25 Austurbrú – reynsla og framtíðarsýn
Skúli Björn Gunnarsson, stjórnarmaður í Austurbrú og forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri
14:40 Umræður á borðum
15:05 Þjóðleikur – stærsti leiklistarviðburður Íslandssögunnar
Vigdís Jakobsdóttir, hugmyndafræðingur og framkvæmdastýra Þjóðleiks
15:30 Síðdegiskaffi
15:45 Þjóðlagasveitin Korka
16:00 Samhengi og tækifæri – kynning á greinargerð um menningu og ferðaþjónustu
Lára Magnúsardóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Norðurlandi vestra, og Sólveig Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar
16:20 Pallborðsumræður
Þátttakendur í pallborði: Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorrastofu, og Jón Jónsson, menningarfulltrúi Vestfjarða.
16:50 Opnun sýningarinnar Listamannabærinn Hveragerði
Guðrún Tryggvadóttir, hönnuður sýningarinnar og formaður Listvinafélags Hveragerðis
  Samantekt fyrri dags.
16:55 Stutt hlé
17:10 Kvikmyndin Eldmessa
Upptaktur að sögugöngu
17:30 Gengið um söguslóðir á Kirkjubæjarklaustri Leiðsögumaður: sr. Ingólfur Hartvigsson, sóknarprestur á Kirkjubæjarklaustri
18:30 Hlé
19:30 Fordrykkur á Icelandair Hótel Klaustur
20:00

Hátíðarkvöldverður með tónlistarívafi

Aer tríó

Oktettinn Stakir jakar frá Höfn í Hornafirði

Lummóveit lýðveldisins leikur fyrir dansi

 

Ráðstefnustjóri fimmtudag: Jóna Sigurbjartsdóttir, formaður stjórnar Kirkjubæjarstofu

Veislustjóri: Magnús Karel Hannesson, Eyrbekkingur

Föstudagur 12. apríl 

09:00 Flaututónar í morgunsárið
Flaututríó frá Tónlistarskóla Árnesinga (Ólöf Björk Sigurðardóttir,
 Kristrún Gestsdóttir og Inga Þórs Ingvadóttir)
09:10 Samfélagslegt virði menningarstarfs – upphafleg markmið og framtíðarsýn
Gísli Sverrir Árnason, stjórnsýslu- og menningarráðgjafi (athugið að rangt nafn birtist við upphaf erindisins).
09:25 Margt smátt gerir eitt stórt
Dorothee Lubecki, menningarfulltrúi Suðurlands
09:40 Reynslan af menningarsamningunum og framtíð þeirra  
Þorvarður Hjaltason, framkvæmdastjóri SASS  
09:55 Úttekt á menningarsamningum – staða og næstu skref
Arnar Jónsson, ráðgjafi hjá Capacent
10:10 Sóknaráætlanir landshluta – nýtt tækifæri til eflingar menningarstarfsemi
Hólmfríður Sveinsdóttir verkefnisstjóri
      
10:30 Umræður á borðum yfir morgunkaffi
11:00 Menningarstjórnun – er það eitthvað ofan á brauð?
Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður Cultura Cura – félags lista- og menningarstjórnenda 
11:15 Sá á kvölina sem á völina          
Kolbrún Halldórsdóttir, forseti BÍL    
11:30 Opnar umræður 
11:50 Léttur hádegisverður
12:50 Einleikur á þverflautu
Ólöf Björk Sigurðardóttir
12:55 Ferskir vindar – færum listina til fólksins
Mireya Samper, listrænn stjórnandi hátíðarinnar Ferskir vindar í Garði
13:15 Listasmiðja náttúrunnar – skapandi upplifun í náttúrunni
Helena Guttormsdóttir, myndlistamaður og aðjúnkt við Landbúnaðarháskóla Íslands
13:35 Menningarsamningar – og hvað svo?  
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, menningarfulltrúi Eyþings
13:50 Miðdegiskaffi og ráðstefnuslit
  Samantekt seinni dags.
  Ráðstefnustjóri föstudag: Helga Haraldsdóttir, skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

Um ráðstefnuna

Mennta- og menningarmálaráðuneyti, atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga, og Menningarráð Suðurlands í samstarfi við önnur menningarráð landsbyggðarinnar boða til ráðstefnunnar Menningarlandið 2013 – framkvæmd og framtíð menningarsamninga, sem fram fer á Icelandair Hótel Klaustri.

Megintilgangur ráðstefnunnar var að ræða framkvæmd og framtíð menningarsamninga ríkis og sveitarfélaga, sem og samstarf ríkis og sveitarfélaga við menningarráðin sem stofnuð hafa verið um land allt á undanförnum árum í kjölfar menningarsamninganna. Samningarnir, sem eru sjö talsins í jafnmörgum landshlutum, fela í sér markvissan stuðning ríkissjóðs við menningarstarf og menningarferðaþjónustu gegn mótframlagi sveitarfélaga og einkaaðila í héraði. Menningarsamningarnir renna allir út á þessu ári og því þarf að meta reynsluna af þeim til að geta gert áætlanir um framhaldið, m.a. með tilliti til sóknaráætlana landshluta.

Fyrir hverja? Allir þeir sem á einn eða annan hátt tengjast menningarstarfi og menningarferðaþjónustu á Íslandi eru hvattir til að taka dagana 11. og 12. apríl frá og mæta á ráðstefnuna, enda verða umræðurnar þar grundvöllur að frekara samstarfi ríkis og sveitarfélaga um menningarsamningana.

Ráðstefnugjald er 13.500 kr. Innifalið er hádegisverður og kaffiveitingar báða dagana og hátíðarkvöldverður (án drykkja) á fimmtudagskvöldinu. Ráðstefnan hefst um hádegi fimmtudaginn 11. apríl og lýkur síðdegis föstudaginn 12. apríl.

Skráningarfrestur er til og með mánudeginum 8. apríl og verða reikningar sendir út að skráningu lokinni. Reikninga skal greiða í síðasta lagi 10. apríl 2013.

Sérþarfir varðandi mat óskast tilkynntar á netfangið klaustur@icehotels.is og verður reynt eftir fremsta megni að koma til móts við þarfir þeirra sem hafa ofnæmi eða óþol.

Gistingu sjá þátttakendur sjálfir um að bóka og greiða. Icelandair Hótel Klaustur, Hótel Geirland (2,5 km austan Kirkjubæjarklausturs) og Hótel Laki (5 km sunnan Kirkjubæjarklausturs) bjóða sérstakt tilboðsverð fyrir ráðstefnugesti, og eru þeir beðnir að geta þess við bókun að þeir taki þátt í ráðstefnunni.