Aldís Hafsteinsdóttir formaður og Karl Björnsson framkvæmdastjóri undirrituðu í dag f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga yfirlýsingu vegna lífskjarasamninga 2019-2022.
Aldís Hafsteinsdóttir formaður og Karl Björnsson framkvæmdastjóri undirrituðu í gær f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga yfirlýsingu vegna lífskjarasamninga 2019-2022.
Í yfirlýsingunni mælist sambandið til þess við sveitarfélögin að þau hækki ekki gjaldskrár sínar á árinu 2019 umfram það sem þegar er komið til framkvæmda. Mun sambandið mælast til þessa til að stuðla að verðstöðugleika.
Einnig mun sambandið mælast til þess að á árinu 2020 hækki gjaldskrár sveitarfélaga um 2,5% að hámarki, en minna ef verðbólga verður lægri.
Yfirlýsingin er framlag sambandsins á lokastigum kjaraviðræðna og miðar, eins og áður segir, að því að stuðla að verðstöðugleika. Aðdragandinn var sá, að gerð var krafa af hálfu samningsaðila að sambandið beindi því til sveitarfélaga að haga gjaldskrármálum sínum í samræmi við sams konar yfirlýsingu frá ríkinu.