07. nóv. 2016

Yfirlit um stöðu þingmála

 • althingi-mynd

Að venju hefur lögfræði- og velferðarsvið tekið saman yfirlit um stöðu þingmála að loknu löggjafarþingi en nú er 145. löggjafarþingi nýlokið. Þetta þing var hið lengsta í sögunni en allmörg stjórnarfrumvörp náðu þó ekki fram að ganga.

Aðeins eru hér tilgreind mál sem geta haft bein eða óbein áhrif á sveitarfélögin. Skýring: Frv.=Frumvarp Þált.=Tillaga til þingsályktunar. Á umsagnarsíðu 145. löggjafarþings má sjá tengla á öll þessi mál, frumvörpin, umsagnir og lögin sjálf, hafi þau náð fram að ganga.

Samþykkt lög

 • Aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum
 • Almannatryggingar (einföldun bótakerfis, breyttur lífeyristökualdur o.fl.)
 • Almennar íbúðir (og breyting á þeim lögum)
 • Frv. – Bandormur vegna samkomulags um stuðning við tónlistarnám
 • Gatnagerðargjald (framlenging B-gjalds)
 • Grunnskólar (frístundaheimili og sjálfstætt reknir skólar)
 • Heimild til útboðs nýrrar Vestmannaeyjaferju
 • Húsnæðisbætur
 • Húsaleigulög (réttarstaða leigjenda)
 • Húsnæðissamvinnufélög
 • Ný skógræktarstofnun (sameining stofnana)
 • Opinber fjármál
 • Opinber innkaup
 • Skipulagslög (grenndarkynning)
 • Sjúkratryggingar (hámarksgreiðsluþátttaka sjúklinga o.fl.)
 • Skattar og gjöld (lækkun tryggingagjalds, samsköttun hjóna o.fl.)
 • Stuðningur til kaupa á fyrstu íbúð
 • Uppbygging innviða til verndar náttúru og menningarminjum
 • Uppbygging og rekstur fráveitna (gjaldtökuheimildir)
 • Útlendingar (heildarlög)
 • Vatnajökulsþjóðgarður (stjórnfyrirkomulag o.fl.)
 • Vatnsveitur sveitarfélaga (álagning vatnsgjalds)
 • Veitingastaðir, gististaðir og skemmtanaleyfi (heimagisting, nektarsýningar o.fl.)

Samþykktar þingsályktanir

 • Þált. - Fjármálaáætlun 2017-2021
 • Þált. – Fjármálastefna 2017-2021
 • Fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018
 • Framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum 2016-2019
 • Framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda 2016-2019
 • Fullgilding Parísarsamningsins um loftslagsmál
 • Fullgilding samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks
 • Landsskipulagsstefna 2015-2026
 • Stefna og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára
 • Stefna um nýfjárfestingar

Ólokin frumvörp

 • Frv. – Félagsþjónusta sveitarfélaga (skilyrðing fjárhagsaðstoðar)
 • Frv. – Húsnæðismál (hlutverk Íbúðalánasjóðs)
 • Frv. – Lífeyrissjóður starfsmannar ríkisins (samkomulag um A-deildir)
 • Frv. – Meðhöndlun úrgangs (raftækjaúrgangur, stjórnvaldssektir o.fl.)
 • Frv. - Menningarminjar o.fl. (Þjóðminjastofnun)
 • Frv. – Námslán og námsstyrkir
 • Frv. – Raflínur að iðnaðarsvæðinu á Bakka
 • Frv. - Skráning og mat fasteigna (aðgangur Þjóðskrár að skattframtölum)
 • Frv. – Tekjustofnar sveitarfélaga (dreifing tekna af bankaskatti)
 • Frv. - Umgengni um nytjastofna sjávar (öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni)
 • Frv. - Umhverfisstofnun (heildarlög)
 • Frv. - Vextir og verðtrygging (erlend lán)
 • Frv. - Þrjú frumvörp til stjórnskipunarlaga (þjóðaratkvæðagreiðslur, náttúruauðlindir, umhverfisvernd)

Óloknar þingsályktunartillögur

 • Þált. – Fjölskyldustefna 2017-2021
 • Þált. – vernd og orkunýting landsvæða (Rammaáætlun 3)

Mál sem ekki hafa verið lögð fram á Alþingi (en voru boðuð)

 • Frv. - Umferðarlög (bílastæðagjöld á ferðamannastöðum)
 • Þált. – Aðgerðaáætlun um eflingu fjarheilbrigðisþjónustu