Wellbeing Economy Forum

Sambandið er, ásamt Reykjavíkurborg, alþjóðlegri ráðstefnu sem nefnist Wellbeing Economy Forum þar sem sérstakur hluti ráðstefnunnar verður tileinkaður sveitarfélögum.

Ráðstefnan fer fram í ráðstefnuhúsinu Hörpu dagana 14. og 15. júní nk.

Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður sambandsins, verður meðal þeirra sem flytur ávarp á ráðstefnunni og erlendir sérfræðingar fjalla um Wellbeing Economy út frá sjónarhóli sveitarfélaga, m.a. sérfræðingur sænska sveitarfélagasambandsins.

Ráðstefnan býður upp á einstakt tækifæri til þekkingaröflunar um þetta áhugaverða efni og ráðstefnugjald er ekkert.  Nánari upplýsingar og skráning á Wellbeing Economy Forum.