Vorþing Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins 27.–28. mars 2018

Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins er pólitískur samstarfsvettvangur evrópskra sveitarfélaga og svæða. Ísland á þrjá fulltrúa á þinginu sem stjórn sambandsins tilnefnir til fjögurra ára í senn. Þingið kemur saman tvisvar á ári, að vori og hausti í Evrópuráðshöllinni í Strassborg. Eitt af meginverkefnum þingsins er að hafa eftirlit með stöðu Evrópusáttmála um sjálfsstjórn sveitarfélaga, og eftirlit með framkvæmd sveitarstjórnakosninga í aðildarríkjum Evrópuráðsins. Þingið ályktar einnig um ýmis málefni sem varða sveitarstjórnarstigið, sérstaklega um lýðræðis- og mannréttindamál og er ályktununum eftir atvikum beint að þingi Evrópuráðsins og ráðherranefnd, svo og að ríkisstjórnum aðildarríkja Evrópuráðsins og sveitar- og svæðisstjórnum innan þeirra.

Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins er pólitískur samstarfsvettvangur evrópskra sveitarfélaga og svæða. Ísland á þrjá fulltrúa á þinginu sem stjórn sambandsins tilnefnir til fjögurra ára í senn. Þingið kemur saman tvisvar á ári, að vori og hausti í Evrópuráðshöllinni í Strassborg. Eitt af meginverkefnum þingsins er að hafa eftirlit með stöðu Evrópusáttmála um sjálfsstjórn sveitarfélaga, og eftirlit með framkvæmd sveitarstjórnakosninga í aðildarríkjum Evrópuráðsins. Þingið ályktar einnig um ýmis málefni sem varða sveitarstjórnarstigið, sérstaklega um lýðræðis- og mannréttindamál og er ályktununum eftir atvikum beint að þingi Evrópuráðsins og ráðherranefnd, svo og að ríkisstjórnum aðildarríkja Evrópuráðsins og sveitar- og svæðisstjórnum innan þeirra.

Halldór Halldórsson formaður sendinefndarinnar og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir, bæjarfulltrúi Fljótsdalshéraði og Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir, ungmennafulltrúi sátu þingið ásamt Guðrúnu Dögg Guðmundsdóttur, ritara sendinefndarinnar.

 Haust2018

Fulltrúar Íslands á þinginu.

Í opnunarávarpi sínu lýsti Gudrun Mosler-Törnström, forseti þingsins, sérstökum áhyggjum af fjárhagslegri stöðu Evrópuráðsins og Sveitarstjórnarþingsins en af pólitískum ástæðum hafa Tyrkir og Rússar ekki staðið við fjárhagslegar skuldbindingar sínar og greitt það sem þeim ber til ráðsins. 

Gudrun Mosler-Törnström, forseti þingsins flytur opnunarávarp

Mannréttindi í sveitarfélögum

Yfirskrift Sveitarstjórnarþingsins að þessu sinni var mannréttindamiðuð stjórnsýsla  en fundarmenn ræddu hlutverk sveitarstjórnarmanna og starfsfólks í að samþætta mannréttindi í alla starfsemi sveitarfélaga. „Við erum öll sammála um að sveitarstjórnarstigið eigi að beita sér í mannréttindamálum en við þurfum líka að skýra betur hvaða skuldbindingar sveitarfélög og svæði hafa í þessu samhengi“ sagði  Harald Bergmann, mannréttindafulltrúi sveitarstjórnarþingsins. „Mörg dæmi eru um virka mannréttindasamþættingu á sveitarstjórnarstigi, án mikils tilkostnaðar“ bætti hann við en þingið ályktaði um að gera handbækur um mannréttindi á sveitarstjórnarstigi þar sem lýst er fyrirmyndarverkefnum evrópskra borga á þessu sviði.  Fyrsta heftið beinir sjónum að flóttafólki, innflytjendum og hælisleitendum; Rómum og LGBTI fólki. Fjallað er um lagarammann og hlutverk sveitarstjórnarstigsins og 65 fyrirmyndarverkefni í 25 löndum. Sérstöku vefsvæði tengdu handbókinni verður komið á fót þar sem sveitarfélög geta fræðst nánar um mannréttindamál og deilt reynslu sinni.

Staða fylgdarlausra flóttabarna

Málefni fylgdarlausra flóttabarna voru einnig á dagskrá og hlutverk sveitarfélaga og svæða. Meira en ein milljón barna hefur leitað ásjár í Evrópuráðsríkjum frá árinu 2015. Brýnt er að tryggja þeim viðeigandi vernd og aðstoð frá fyrstu stundu, einkum fylgdarlausum börnum.  Þingið ályktaði um málið þar sem áréttað er að hagsmunir barnsins eiga ávallt að vera í fyrirrúmi og athygli vakin á skyldum sveitarfélaga og svæða þegar kemur að menntun, heilbrigðisþjónustu, húsnæði og félagslegri og sálfræðilegri aðstoð við börn á flótta. Nánari samvinnu ríkis og sveitarfélaga og félagasamtaka er þörf en börn og fjölskyldur á ekki að vista í lokuðum stofnunum þar sem hætta er á ofbeldi og illri meðferð. Þingið hvetur stjórnvöld til að hraða hælisumsóknarferli fylgdarlausra barna og tryggja að þau fái ávallt viðeigandi lögfræðiaðstoð á öllum stigum málsmeðferðar. Þá eru ríki hvött til að leggja mat á stefnu og aðferðafræði sína í hælis- og innflytjendamálum til að greina hvar í kerfinu börn þurfa mesta aðstoð. Einnig eru ríki hvött til að skoða hvernig móttökubúðir þeirra starfa og tryggja að þær fylgdi evrópskum stöðlum og fái nægt fjármagn til starfseminnar.

Staðbundið lýðræði og sveitarstjórnarkosningar 

 

HalldorFjallað var um stöðu svæðisbundins lýðræðis í Andorra, Liechtenstein, Mónakó, San Marinó og Lettlandi en Halldór Halldórsson tók til máls undir þeim lið. Sveitarstjórnarkosningar í Makedóníu og Georgíu voru einnig til umræðu.  

Þjóðaratkvæðagreiðslur, sjálfsákvörðunarréttur og sveitarstjórnarmenn í hættu

Það hitnaði í kolunum þegar fjallað var um sveitarstjórnarmenn í hættu, m. a. í Moldóvu og Tyrklandi þar sem sveitarstjórnarmenn hafa verið fangelsaðir og þeim hótað. Einnig sköpuðust heitar umræður þegar fjallað var um svæði og þjóðríki, sjálfsákvörðunarrétt og svæðisbundnar kosningar (þjóðaratkvæðagreiðslur) eins og þær sem fram fóru í Katalóníu.

Samstarf við Svæðanefnd ESB

Fjallað var um nýjan samstarfssamning Sveitarstjórnarþingsins og Svæðaráðs ESB en Halldór Halldórsson tók einni til máls undir þeim lið. Hann lýsti m.a. ánægju með samstarfssamninginn og vakti athygli á góðu samstarfi Svæðanefndarinnar og Sveitarstjórnvettvangs EFTA.

Að endingu fræddust fundarmenn um áherslur formennsku Dana í Evrópuráðinu og starfsemi þings Evrópuráðsins.