Innleiðing starfsmats hjá BHM

Framkvæmdanefnd starfsmats hefur samþykkt mat á þeim störfum aðildarfélaga innan BHM sem sömdu um starfsmat í síðustu kjarasamningum. Samningsaðilar gera ráð fyrir að fyrsta útborgun launa samkvæmt starfsmati verði 1. apríl nk.

Framkvæmdanefnd starfsmats hefur samþykkt mat á þeim störfum aðildarfélaga innan BHM sem sömdu um starfsmat í síðustu kjarasamningum. Samningsaðilar gera ráð fyrir að fyrsta útborgun launa samkvæmt starfsmati verði 1. apríl nk.

Kjarasvið sambandsins hefur sent frá sér ítarlegar leiðbeiningar um innleiðingu starfsmatsins til framkvæmdastjóra, mannauðstjóra og launafulltrúa sveitarfélaga. Með innleiðingunni verður röðun starfa varpað úr núgildandi bráðabirgðaröðun yfir í starfaröðun skv. starfsmati.

Starfsmatskerfi sveitarfélaga nefnist SAMSTARF. Það byggir á bresku starfsmatskerfi (Local Government Single Status Job Evaluation) og hefur verið notað við starfaröðun hjá sveitarfélögum frá árinu 2002.

Verkefnastofa Starfsmats sér um framkvæmd starfsmats fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg.


 

Myndin sýnir meginþættina í uppbyggingu starfsmatskerfisins.