Vilt þú gegna lykilhlutverki í mótun á starfsumhverfi sveitarfélaga?

Sambandið leitar að kraftmiklum, framsæknum og drífandi leiðtogum í starf sviðsstjóra tveggja sviða skv. nýju skipuriti. Um er að ræða áhugaverð og fjölbreytt störf í krefjandi og skemmtilegu starfsumhverfi.

Þann 1. desember nk. tekur gildi nýtt skipurit hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem byggir á teymisskipulagi og skýrri markmiðasetningu. Með breytingunum er horft til þess að efla starfsemi sambandsins, auka skilvirkni og bæta þjónustu ásamt því að auka samhæfingu og samvinnu. Skipuritinu er ætlað að styðja við kjarnastarfsemi sambandsins og þær áherslur og markmið sem sveitarfélögin setja hverju sinni. Sérstök áhersla er lögð á aukin samskipti, upplýsingaflæði og sýnileika sambandsins gagnvart haghöfum og öðrum landsmönnum.

Sambandið hefur það lögbundna hlutverk að vera málsvari sveitarfélaga í samskiptum við ríkið og gæta hagsmuna þeirra í hvívetna. Stjórnsýslusvið ber ábyrgð á að fylgja því hlutverki eftir og öll mál, þjónusta og viðfangsefni sem sveitarfélögin sinna eru því til umfjöllunar í starfsemi sviðsins á einn eða annan hátt. Kappkostað er að byggja upp náið samstarf við Alþingi, ríkisstjórn, ráðuneyti og þær stofnanir ríkisins sem fjalla um mál er varða sveitarfélögin, svo framgangur þeirra mála  verði í samræmi við áherslur sveitarfélaga.

Starfið krefst víðtækra samskipta við sveitarfélög, ráðuneyti og stofnanir ríkisins auk fjölmargra annarra hagaðila.

 

Meðal verkefna á Stjórnsýslusviði er:

  • Þátttaka f.h. sambandsins í mótun laga- og regluverks vegna verkefna í samstarfi ríkis og sveitarfélaga.
  • Umsjón með samráði um ákvarðanir innan stjórnsýslunnar um málefni sem snerta starfsemi og þjónustu sveitarfélaga.
  • Yfirsýn yfir erlent regluverk, einkum innan Evrópusambandsins, sem hefur áhrif á sveitarfélögin hér á landi, miðlun um það til sveitarfélaga og þátttaka í samráði vegna innleiðingu slíkra reglna í íslenskan rétt f.h. sambandsins.

Kröfur til umsækjenda eru eftirfarandi:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Framhaldsnám er kostur.
  • Reynsla af opinberri stjórnsýslu og þekking á sveitarstjórnarstiginu.
  • Reynsla af stjórnun í þekkingarumhverfi.
  • Reynsla af stefnu- og verkefnamiðuðum stjórnarháttum er kostur.
  • Samskiptahæfileikar, leiðtogafærni, framsækni, drifkraftur og árangursmiðuð nálgun í starfi.
  • Gott vald á íslenskri og enskri tungu.
  • Færni til að setja fram upplýsingar í ræðu og riti.

Þróunarsvið ber ábyrgð á að  safna, setja fram og miðla gögnum og upplýsingum sem nýtast sveitarfélögum við stefnumótun og áætlanagerð.. Sviðið ber jafnframt ábyrgð á að styðja við umræðu og málflutning sambandsins varðandi hagsmuni sveitarfélaga og nauðsynlega þróun sveitarstjórnarstigsins.

Þá ber sviðið  einnig ábyrgð á nýsköpun og þróun í starfsemi og þjónustu sveitarfélaga, sem ráðist er í á vettvangi sambandsins. Þar er horft til þess að aðlaga þjónustu og stjórnarhætti að þróun tækni og samfélags.

Starfið krefst skipulags og samhæfingar á fjölbreyttum verkefnum í samstarfi starfsfólks og sveitarfélaga. Starfið krefst jafnframt reynslu og þekkingar til þess að samhæfa og efla greiningarhlutverk í starfsemi sveitarfélaga.

Meðal verkefna á Þróunarsviði er:

  • Mótun og þróun gagnagrunna ásamt miðlun á upplýsingum um rekstur sveitarfélaga.
  • Greiningar og spár varðandi áhrifaþætti í rekstrar- og starfsumhverfi sveitarfélaga.
  • Söfnun og greining fjárhagsupplýsinga sveitarfélaga.
  • Samhæfing og stjórnun þróunarverkefna.
  • Yfirsýn yfir þróun sveitarstjórnarstigsins í nágrannalöndum og frumkvæði að umræðu í ljósi þróunar í samanburðarlöndum.

Kröfur til umsækjenda eru eftirfarandi:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Framhaldsnám er kostur.
  • Reynsla af starfi við þróun og nýsköpun er kostur.
  • Þekking á sveitarstjórnarstiginu.
  • Reynsla af stjórnun í þekkingarumhverfi.
  • Reynsla af stefnu- og verkefnamiðuðum stjórnarháttum er kostur.
  • Samskiptahæfileikar, leiðtogafærni, framsækni, drifkraftur og árangursmiðuð nálgun í starfi.
  • Gott vald á íslenskri og enskri tungu.
  • Færni til að setja fram upplýsingar í ræðu og riti.

Samband íslenskra sveitarfélaga er framsækinn og skemmtilegur vinnustaður sem býður upp á opið vinnuumhverfi, samheldinn hóp og skapar starfsfólki gott svigrúm til starfsþróunar. Sambandið er heilsueflandi og mannauðshugsandi vinnustaður sem leggur áherslu á fjölskylduvænt umhverfi. Jafnræðis er gætt í hvívetna við ráðningar og er leitast við að mannauður sambandsins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Umsækjendum er bent á að frekari upplýsingar um Samband íslenskra sveitarfélaga er að finna á vefsíðunni www.samband.is.

Með umsókn um starfið skal fylgja ítarleg starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðum umsóknar og hæfni til að gegna starfinu. Umsóknum skal skilað inn í gegnum umsóknarvefinn Alfreð á www.alfred.is.

Umsóknarfrestur er til 24. október 2023.

Nánari upplýsingar veitir Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir í síma 899-9163 eða í gegnum netfangið ingunn@attentus.is. Umsóknir um starfið gilda í sex mánuði frá birtingu auglýsingar. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.