Villa í skóladagatali

Nýlega var athygli okkar vakin á því að í skóladagatali 2023-2024 væru bóndadagur og konudagur á röngum dögum.

Hið rétta er að bóndadagur er 26. janúar og konudagur 25. febrúar en ekki viku fyrr eins og misritaðist í skóladagatalinu.

Einfalt er fyrir hvern og einn skóla að lagfæra þetta sín megin þar sem dagatalið er opið og lítið mál að færa þesssa daga fram um slétta viku.

Við vitum hvað olli þessum misskilningi hjá okkur og reynum að vanda okkur betur í framtíðinni.