Vettvangur samtals sveitarfélaga um úrgangsstjórnun 

Sambandið hvetur fulltrúa sveitarfélaga að kynna sér starfsemi Verkefnisstjórnar um hagsmunagæslu í úrgangsmálum sem hefur verið starfandi frá 2007. 

Verkefnisstjórninni er ætlað að styðja sveitarfélög í úrgangsstjórnun á þeirra ábyrgð. Aðilar að verkefninu eru Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélög og fyrirtæki í eigu sveitarfélaga.  

Á vettvangi verkefnisstjórnar er fjallað um helstu mál sem snúa að meðhöndlun úrgangs og innleiðingu hringrásarhagkerfis á sveitarstjórnarstiginu. Í fundargerðum verkefnisstjórnar er meðal annars að finna umfjöllun hennar um ýmis úrlausnarefni á borðum sveitarfélaga, svo sem innleiðingu laganna um hringrásarhagkerfi frá 2021, kostnaðarþátttöku Úrvinnslusjóðs, innleiðingu samræmdra norrænna merkinga, ábyrgð sveitarfélaga á meðhöndlun dýraleifa og byggingar- og niðurrifsúrgangs og umsagnir um lagafrumvörp og önnur mál frá ríkisvaldinu. Sveitarfélög geta leitað til sambandsins og óskað eftir að verkefnisstjórn taki fyrir mál sem þau hafa áhuga á að hún fjalli um.     

Fundargerðir verkefnisstjórnar má finna hér.

Verkefnisstjórnina sitja: 

  • Jón Viggó Gunnarsson framkvæmdarstjóri SORPU bs., formaður  
  • Steinþór Þórðarson frá Kölku sf 
  • Benedikt Traustason frá Reykjavíkurborg 
  • Hrefna Bryndís Jónsdóttir frá Sorpurðun Vesturlands 
  • Hildigunnur Rut Jónsdóttir frá Akureyrarbæ 
  • Stefán Aspar Stefánsson frá Múlaþingi