Verkefnastjóri í stafrænni umbreytingu

Samband íslenskra sveitarfélaga leitar að tæknivæddum og árangursdrifnum verkefnastjóra til að stýra fjölbreyttum stafrænum innleiðingar- og umbótarverkefnum innan sambandsins fyrir sveitarfélögin í landinu.

Í boði er fjölbreytt, áhugavert og lifandi starfsumhverfi þar sem reynir á framúrskarandi samskiptahæfni, ríka þjónustulund og fagmennsku.

Starfið er staðsett á þróunarsviði sambandsins sem leiðir m.a. stafræna umbreytingu og samþættingu umbótaverkefna á meðal sveitarfélaga, milli ríkis og sveitarfélaga og innan sambandsins. Verkefnastjóri er hluti af teymi metnaðarfullra sérfræðinga og er markmið starfsins að stýra samstarfsverkefnum sem tengjast stafrænum umbreytingum fyrir sveitarfélögin og sambandið sjálft.

Umsóknarfrestur er til 21. maí.

Sótt er um starfið á Alfreð.is.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Verkefnastjórnun sameiginlegra stafrænna umbótaverkefna sveitarfélaga og veita stuðning við innleiðingu. 
 • Þátttaka í stafrænum umbótaverkefnum í samstarfi við sveitafélög og ytri samstarfsaðila.
 • Stuðla að bættri hagnýtingu gagna og upplýsingatækni í rekstri sveitarfélaga og sambandsins.
 • Framkvæma þarfa- og ferlagreiningar og móta aðgerða- og kostnaðaráætlanir fyrir stafræn umbótaverkefni.
 • Miðla efni sem tengist stafrænum verkefnum sveitarfélaga, tryggja upplýsingaflæði og leiða umræðu innan faghóps sveitarfélaga um stafræna umbreytingu og miðla niðurstöðum til stafræns ráðs sveitarfélaga.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf eða reynsla sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af verkefnastýringu á tæknilegum og stafrænum umbótaverkefnum og innleiðingu stafrænna lausna.
 • Reynsla af uppbyggingu gagnainnviða, nýtingu gagna og túlkun gagna.
 • Reynsla af hagnýtingu skýjalausna, Microsoft þjónustum og lausnum.
 • Framúrskarandi samskiptafærni og hæfni til að byggja upp traust og góð sambönd við samstarfsaðila.
 • Lausna- og umbótamiðuð hugsun, frumkvæði, drifkraftur og metnaður til að ná árangri í starfi.
 • Góð íslenska og enska í ræðu og riti.

Fríðindi í starfi

Nokkur dæmi um kosti þess að vinna hjá sambandinu:

 • Sambandið er framsækinn og skemmtilegur vinnustaður.
 • Þátttaka í teymi sérfræðinga sem vinnur að eflingu íslenskra sveitarfélaga.
 • Boðið er upp á opið vinnuumhverfi.
 • Hér starfar samheldinn hópur og starfsfólki fær gott svigrúm til starfsþróunar.
 • Sambandið er heilsueflandi vinnustaður sem leggur áherslu á fjölskylduvænt umhverfi, boðið er upp á heilsustyrk.
 • Jafnræðis er gætt í hvívetna við ráðningu og leitast er við að mannauður sambandsins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Óstaðbundið starf

Föst starfsaðstaða getur verið utan höfuðborgarsvæðisins, að þeirri forsendu uppfylltri að mögulegt verði að tryggja fullnægjandi starfsaðstöðu nærri heimili umsækjanda en einnig á skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga í Reykjavík.