Verkalýðsfélag Akraness semur um endurskoðun viðræðuáætlunar við sambandið

Í morgun undirrituðu fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélags Akraness samkomulag um endurskoðun viðræðuáætlunar aðila.

Í morgun undirrituðu fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélags Akraness samkomulag um endurskoðun viðræðuáætlunar aðila.

Aðilar munu ræða saman undir friðarskyldu með það að markmiði að ljúka endurnýjun kjarasamnings fyrir 15. september 2019. Jafnframt verður félagsmönnum VFLA, þann 1. ágúst n.k., greidd innágreiðsla á væntanlegan kjarasamning að upphæð 105.000 kr. miðað við fullt starf.

Samhliða undirritun samkomulagsins dróg Verkalýðsfélag Akraness til baka vísun kjaradeilu aðila til ríkissáttasemjara og féll frá kröfum um greiðslu sérstaks lífeyrisauka. Samband íslenskra sveitarfélaga féllst hins vegar á að hækka launatöflu aðila um þau 1,5% sem tiltekin eru í Rammasamkomulagi aðila vinnumarkaðarins frá árinu 2015. Samið verður um nánari útfærslu á þessu atriði í yfirstandandi kjaraviðræðum.