Stafræna umbreytingateymið hefur farið af stað með vefkaffi þar sem kynningaraðilar geta komið og kynnt stafrænar lausnir fyrir starfsfólki sveitarfélaga.
Hægt er að koma með hugmyndir af vefkaffi sem gæti orðið fyrir valinu. Þessar spjallstofur verða alltaf haldnar á Microsoft Teams svo að aðilar frá sem flestum sveitarfélögum geta verið með.
Fyrsta vefkaffi ársins fór fram þann 9. febrúar þar sem Róbert Bjarnason kom og kynnti Betra Ísland og hvernig sveitarfélög geta nýtt sér hugbúnaðinn. Þetta var fræðandi kynning og áhugaverðar umræður mynduðust. Hægt er að nálgast upptöku af þeirri kynningu á vefsíðu stafrænna sveitarfélaga.
Næsta vefkaffi verður haldið þann 16. febrúar og hún Hrefna Lind Ásgeirsdóttir frá Stafrænu Íslandi mun fjalla um eitt af lykilverkefnum Stafræns Íslands, innskráning fyrir alla. Svo fáum við kynningu á Köru Connect þann 7. mars.