04. maí 2017

Valur Rafn Halldórsson nýr sviðsstjóri rekstrar- og útgáfusviðs

  • 20170427_152310

Valur Rafn Halldórsson tók við starfi sviðsstjóra rekstrar- og útgáfusviðs þann 1. maí sl. Valur Rafn tekur við starfinu af Magnúsi Karel Hannessyni sem gengt hefur starfi sviðsstjóra frá 9. júlí 2001, en hann lét af störfum fyrir aldurs sakir.

Valur Rafn er 30 ára stjórnmálafræðingur, en að auki hefur hann lokið MPA námi í opinberri stjórnsýslu og MA í stjórnun og stefnumótum. Valur Rafn hóf störf hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þann 1. mars árið 2011, fyrst sem starfsnemi en var síðar fastráðinn í stöðu sérfræðings á hag- og upplýsingasviði. Síðustu misseri hefur hann starfað sem stjórnsýslufræðingur á rekstrar- og útgáfusviði.

Valur Rafn segist fullur tilhlökkunar að takast á við ný verkefni.

Í þessu nýja starfi mun ég þurfa að takast á við krefjandi verkefni sem ég kvíði þó ekki þar sem sambandið hefur yfir að ráða gríðarlega öflugum mannauði sem hefur hingað til unnið sameiginlega að hagsmunum sveitarfélaga og ég  veit að það mun ekki breytast þó svo að mannaskipti verði á rekstrar- og útgáfusviði.

20170427_152310Valur Rafn Halldórsson tekur við af Magnúsi Karel Hannessyni sem sviðsstjóri rekstrar- og útgáfusviðs.

Karl Björnsson, framkvæmdastjóri sambandsins skrifar leiðara í Sveitarstjórnarmál þar sem hann færir Magnúsi Karel miklar og góðar þakkir sambandsins fyrir gott og gjöfult starf síðustu 16 ár.

Þjónustulundin sem er hans aðalsmerki hefur haft svo djúp áhrif á starfsemi sambandsins að engum starfsmanni þess dettur í hug að setja sig á háan hest eða í einhvers konar yfirstjórnarstellingar gagnvart sveitarfélögum. Allir starfsmenn líta fyrst og fremst á sig sem þjóna sveitarfélaganna.

Karl býður að lokum Val velkominn til starfa sem sviðsstjóra rekstrar- og útgáfusviðs og óskar honum velfarnaðar í störfum sínum.